Federer vakti mikla kátínu þegar hann kom fram í sýningarleik gegn Tommy Haas í Sao Paulo. Federer mætti til leiks í landsliðstreyju Brasilíu og var með risastóran tennisbolta sem var á stærð við fótbolta. Þar sýndi hann lipra takta í þjóðaríþrótt Brasilíumanna, fótbolta, en það er óhætt að segja að Federer er mun betri í tennisíþróttinni en fótbolta.
Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá hvernig til tókst hjá Federer.