Innlent

Rannsaka hvort fullorðinn karlmaður hafi reynt að tæla telpur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það er lögreglan í Kópavogi sem rannsakar málið.
Það er lögreglan í Kópavogi sem rannsakar málið. mynd/ vilhelm.
Foreldri barns í Kópavogi fullyrðir að karlmaður hafi lokkað sjö ára gamla telpu og vinkonu hennar frá Hörðuvallaskóla bak við íþróttahúsið Kórinn í gær þar sem hann sagðist ætla að gefa þeim rabbabara. Skilaboð þessa efnis ganga um á Facebook og Vísir hefur fengið staðfest að málið var tilkynnt til lögreglunnar. Þar á bæ eru menn með málið í rannsókn.

Fullyrt er að maðurinn hafi verið búinn að vera á sveimi í kringum krakkana á skólavellinum og fylgjast með þeim og reyna að fá þau til að koma með sér. Maðurinn hafi beðið stelpurnar um að knúsa sig og kyssa og sagt að þetta ætti að vera leyndarmálið þeirra. Fullyrt er að maðurinn sé 60-70 ára, gráhærður. Maðurinn fái stelpurnar til að treysta sér með því að segja þeim ýmislegt persónulegt um sjálfan sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×