Innlent

Í fimmtán mánaða fangelsi fyrir að misnota 13 ára stúlku

Myndin er sviðsett
Myndin er sviðsett
Karlmaður um tvítugt var dæmdur í fimmtán mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir kynferðisbort gegn þrettán ára stúlku. Brotin gegn stúlkunni voru framin á um hálfs árs tímabili.

Lögreglu grunaði að maðurinn hefði brotið gegn stúlkunni, sem er systir vinar hans, þegar hún var að rannsaka annað sakamál. Við skoðun lögreglu sáust samskipti á milli mannsins og stúlkunnar á samskiptaforritinu MSN. Stúlkan var yfirheyrð í Barnahúsi í kjölfarið, þar sem hún greindi fá því að þau hafi haft samræði og önnur kynferðismök í þrjú skipti.

Maðurinn neitaði sök við skýrslutöku hjá lögreglu og fyrir dómi og gat ekki útskýrt samskipti þeirra á netinu og í SMS-skilaboðum.

Í dómnum kemur fram að stúlkan hafi lagst inn á barna- og unglingageðdeild fyrir tæpu ári vegna áfallastreitueinkenna í kjölfar misnotkunar. „Er það mat sálfræðingsins að brotin sem brotaþoli hafi orðið fyrir hafi veikt varnir hennar og hæfni til að setja sér og öðrum mörk í samskiptum en það hafi gert hana að auðveldari fórnarlambi," segir í dómnum.

Við ákvörðun refsingar var litið til þess að hann hefur ekki áður gerst sekur um brot og ennfremur til þess að nokkur tími leið frá því að brotin áttu sér stað og þar til ákæra var gefin út.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×