Innlent

Jón Bjarnason myndaði meirihluta með sjálfstæðismönnum og framsóknarmönnum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jón Bjarnason myndaði meirihluta með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum.
Jón Bjarnason myndaði meirihluta með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum.
Jón Bjarnason, þingmaður VG og fyrrverandi landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, myndaði í morgun meirihluta í utanríkismálanefnd með fulltrúum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins þegar tillaga var lögð fram um Evrópusambandsmál.

Samþykkt var á fundinum að þingsályktunartillaga um að ríkisstjórninni verði falið að gera hlé á viðræðum við Evrópusambandið þar til að afloknum kosningum, verði rædd efnislega í nefndinni á fimmtudaginn. Samkvæmt tillögunni á ekki að hefja viðræðurnar að nýju fyrr en að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.

Í umræðum um störf þingsins á þingfundi í morgun kom fram að þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins vilja að málið verði rætt á þingfundi í byrjun janúar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×