Bleyjur, túrtappar og smokkar hækka í verði - "Ég er ekki að grínast“ 19. desember 2012 12:12 Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu harðlega á Alþingi í morgun fyrirætlanir stjórnarmeirihlutans um að hækka tolla á hluti eins og hjólastóla, bleyjur og smokka. Stjórnarliðar eru sakaður um að hafa ætlað að læða hækkununum inn í skjóli nætur. Um er að ræða frumvarp um Lækningatæki, aukið eftirlit með þeim og skráningu. Í frumvarpinu er einnig að finna lista yfir ýmsar vörur sem við gildistöku laganna fá á sig nýtt gjald, svokallað eftirlitsgjald af lækningatækjum. Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins vakti athygli á málinu í morgun undir liðnum störf þingsins. „Í gærkvöldi, þegar farið var að skyggja og nokkuð ljóst að enginn fjölmiðlamaður var á svæðinu, var upplýst um það að það á að skattleggja hjólastóla, bleyjur og smokka. Virðulegur forseti, ég er ekki að grínast," sagði Guðlaugur Þór. Hann benti einnig á að skattlagning á þessi tæki kæmi harðast niður á heilbrigðisstofnunum og að skatturinn næmi um þrjátíu og tveimur milljónum á þær stofnanir. „Og þá læðir háttvirtur stjórnarmeirihluti þessu hérna inn í skjóli nætur." Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, sem á sæti á velferðarnefnd sem málið heyrir undir, hvaddi sér einnig hljóðs til þess að ræða um frumvarpið og hún gagnýndi harðlega hvaða hluti verið væri að flokka sem lækningatæki. „Undir þessa skilgreiningu um lækningatæki falla hlutir eins og til dæmis smokka, dömubindi, tíðartappa, linsuvökva og tannþráð." Unnur Brá krafðist þess úr ræðustól að nefndin taki málið aftur til sín og endurskoði listann yfir tollflokkana sem um ræðir því þar væru fjölmargir hlutir sem engan veginn væri hægt að skilgreina sem lækningatæki. Formaður velferðarnefndar Sigríður Ingibjörg Ingadóttir fór einnig í pontu. „Markmið frumvarpsins er að styrkja og efla eftilit með lækningatækjum á markaði með það að leiðarljósi að öryggi sjúklinga sé best tryggt." Hvað varðar tollaflokkanna sagði Sigríður Ingibjörg eðlilegt að nefndin taki málið aftur inn á borð til sín og endurskoði tollflokkana. Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fleiri fréttir Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu harðlega á Alþingi í morgun fyrirætlanir stjórnarmeirihlutans um að hækka tolla á hluti eins og hjólastóla, bleyjur og smokka. Stjórnarliðar eru sakaður um að hafa ætlað að læða hækkununum inn í skjóli nætur. Um er að ræða frumvarp um Lækningatæki, aukið eftirlit með þeim og skráningu. Í frumvarpinu er einnig að finna lista yfir ýmsar vörur sem við gildistöku laganna fá á sig nýtt gjald, svokallað eftirlitsgjald af lækningatækjum. Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins vakti athygli á málinu í morgun undir liðnum störf þingsins. „Í gærkvöldi, þegar farið var að skyggja og nokkuð ljóst að enginn fjölmiðlamaður var á svæðinu, var upplýst um það að það á að skattleggja hjólastóla, bleyjur og smokka. Virðulegur forseti, ég er ekki að grínast," sagði Guðlaugur Þór. Hann benti einnig á að skattlagning á þessi tæki kæmi harðast niður á heilbrigðisstofnunum og að skatturinn næmi um þrjátíu og tveimur milljónum á þær stofnanir. „Og þá læðir háttvirtur stjórnarmeirihluti þessu hérna inn í skjóli nætur." Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, sem á sæti á velferðarnefnd sem málið heyrir undir, hvaddi sér einnig hljóðs til þess að ræða um frumvarpið og hún gagnýndi harðlega hvaða hluti verið væri að flokka sem lækningatæki. „Undir þessa skilgreiningu um lækningatæki falla hlutir eins og til dæmis smokka, dömubindi, tíðartappa, linsuvökva og tannþráð." Unnur Brá krafðist þess úr ræðustól að nefndin taki málið aftur til sín og endurskoði listann yfir tollflokkana sem um ræðir því þar væru fjölmargir hlutir sem engan veginn væri hægt að skilgreina sem lækningatæki. Formaður velferðarnefndar Sigríður Ingibjörg Ingadóttir fór einnig í pontu. „Markmið frumvarpsins er að styrkja og efla eftilit með lækningatækjum á markaði með það að leiðarljósi að öryggi sjúklinga sé best tryggt." Hvað varðar tollaflokkanna sagði Sigríður Ingibjörg eðlilegt að nefndin taki málið aftur inn á borð til sín og endurskoði tollflokkana.
Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fleiri fréttir Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Sjá meira