Innlent

Sækja slasaðan björgunarsveitamann

Björgunarsveitamenn að störfum. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Björgunarsveitamenn að störfum. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Björgunarsveitamenn af höfuðborgarsvæðinu eru nú á leið að Múlafelli í Hvalfirði til að sækja slasaðan mann.

Maðurinn, sem er björgunarsveitamaður, var á leið á ísklifuræfingu með félögum sínum og á leið sinni að klifurstaðnum studdi hann sig við stein sem fara þurfti fram hjá. Ekki vildi betur til en að steinninn, sem væntanlega vegur hátt á annað hundrað kíló, rann af stað og tók manninn með sér niður brekkuna. Við það slasaðist hann á öxl.

Félagar hans halda á honum hita á meðan beðið er aðstoðar en flytja þarf þann slasaða á börum niður á sléttlendi. Böruburður í fjallendi er erfiður og þarf mikinn mannskap í slíkt verk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×