Sjúkrabíll í útkalli festist í Ljósavatnsskarði um kvöldmatarleytið en kalla þurfti á björgunarsveitina til þess að aðstoða sjúkraflutningamennina. Engin hætta reyndist vera á ferð, en einn sjúklingur var í bílnum. Til stóð að flytja hann til Húsavíkur þegar bíllinn festist.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu losaði björgunarsveitin bílinn þannig hann komst áfram sinnar leiðar.
Það er illfært í Víkurskarði og Ljósvatnsskarði og er fólki ráðlagt að fara inn á Vegagerðina.is og kanna færð áður en farið er um svæðið.
Sjúkrabíll fastur í Ljósavatnsskarði
