Klámmyndaleikkonur heilbrigðari en aðrar konur Jón Hákon Halldórsson skrifar 26. nóvember 2012 16:39 Jenna Jameson er ein þekktasta klámmyndaliekkona samtímans. Mynd/ AFP. Klámmyndaleikkonur eru jafn heilbrigðar andlega og jafnvel heilbrigðari en aðrar konur, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar. Rannsóknin er birt í tímaritinu Journal of Sex Research. Greint er frá niðurstöðunum á vef blaðsins Independent. Blaðið segir að niðurstöðurnar gangi þvert gegn því sem hingað til hefur verið haldið fram um klámmyndaleikkonur. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar eru klámmyndaleikkonur með meira sjálfstraust, búa við meiri lífsgæði og jákvæðari líkamsvitund en aðrar konur. Þá eru klámmyndakonur álitnar vera mun jákvæðari en aðrar konur. Þá eru þær fullnægðari á kynlífssviðinu og eiga fleiri rekkjunauta en aðrar konur. Independent tekur reyndar fram að síðastnefnda atriðið komi ef til vill ekki á óvart. Rannsakendurnir segjast ekki hafa fundið neinar vísbendingar um það að klámmyndaleikkonur eigi verri fortíð eða búi við verri andlega heilsu en konur almennt. „Stundum hefur klámmyndaleikkonum verið lýst þannig að þær eigi við fíkniefnavanda að stríða, séu heimilislausar, fátækar, örvilnaðar eða fórnarlömb kynferðisofbeldis," sögðu þeir. „Sumir hafa fullyrt að konur í klámmyndaiðnaði hafi verið misnotaðar kynferðislega sem börn. Staðalímyndir af þeim sem taka þátt í klámmyndaiðnaðinm hafa verið nýttar til þess að styðja eða fordæma iðnaðinn og til að réttlæta pólitísk viðhorf gagnvart klámi. Sannleikurinn er hins vegar sá að einkenni klámmyndaleikkona eru ekki þekkt vegna þess að þau hafa aldrei verið rannsökuð," segja rannsakendurnir. Sálfræðingarnir söfnuðu gögnum frá 177 klámmyndaleikkonum og báru svörin saman við svör frá öðrum konum sem ekki voru klámmyndaleikkonur. Allar leikkonurnar höfðu leikið í að minnsta kosti einni mynd, en leikkonurnar voru á aldrinum 18-50 ára og höfðu að meðaltali unnið í 3,5 ár í iðnaðinum. Yfir 1/3 var annað hvort giftur eða í alvarlegu sambandi og 44% voru einhleypar. Fullyrt hefur verið að klámmyndaleikkonur hafi flestar orðið fyrir kynferðisofbeldi en niðurstöður benda ekki til þess, segir á vef Independent. Niðurstöðurnar benda líka til þess að klámmyndaleikkonur sofi betur og séu orkumeiri. Aftur á móti benda vísbendingar til þess að klámmyndaleikkonur hafi neytt lyfja og áfengis í meira mæli en aðrar konur. „Þessi rannsókn gefur allt aðra sýn en þá sem viðgengist hefur gagnvart þeim sem taka þátt í klámmyndaiðnaðinum. Þótt rannsóknin sé takmörkuð að ýmsu leyti er þetta ein fárra rannsókna þar sem samanburðarhópum hefur verið beitt," segir Cynthia Graham, kennari við sálfræðideildina í Southampton háskólanum. Dawn Foster kvenréttindasinni gagnrýnir aftur á móti niðurstöðuna. „Það er hættulegt að alhæfa um heila atvinnugrein. Konur sem eru í góðri stöðu og gengur vel geta ekki talað fyrir aðra konur," segir hann meðal annars. Mest lesið Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira
Klámmyndaleikkonur eru jafn heilbrigðar andlega og jafnvel heilbrigðari en aðrar konur, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar. Rannsóknin er birt í tímaritinu Journal of Sex Research. Greint er frá niðurstöðunum á vef blaðsins Independent. Blaðið segir að niðurstöðurnar gangi þvert gegn því sem hingað til hefur verið haldið fram um klámmyndaleikkonur. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar eru klámmyndaleikkonur með meira sjálfstraust, búa við meiri lífsgæði og jákvæðari líkamsvitund en aðrar konur. Þá eru klámmyndakonur álitnar vera mun jákvæðari en aðrar konur. Þá eru þær fullnægðari á kynlífssviðinu og eiga fleiri rekkjunauta en aðrar konur. Independent tekur reyndar fram að síðastnefnda atriðið komi ef til vill ekki á óvart. Rannsakendurnir segjast ekki hafa fundið neinar vísbendingar um það að klámmyndaleikkonur eigi verri fortíð eða búi við verri andlega heilsu en konur almennt. „Stundum hefur klámmyndaleikkonum verið lýst þannig að þær eigi við fíkniefnavanda að stríða, séu heimilislausar, fátækar, örvilnaðar eða fórnarlömb kynferðisofbeldis," sögðu þeir. „Sumir hafa fullyrt að konur í klámmyndaiðnaði hafi verið misnotaðar kynferðislega sem börn. Staðalímyndir af þeim sem taka þátt í klámmyndaiðnaðinm hafa verið nýttar til þess að styðja eða fordæma iðnaðinn og til að réttlæta pólitísk viðhorf gagnvart klámi. Sannleikurinn er hins vegar sá að einkenni klámmyndaleikkona eru ekki þekkt vegna þess að þau hafa aldrei verið rannsökuð," segja rannsakendurnir. Sálfræðingarnir söfnuðu gögnum frá 177 klámmyndaleikkonum og báru svörin saman við svör frá öðrum konum sem ekki voru klámmyndaleikkonur. Allar leikkonurnar höfðu leikið í að minnsta kosti einni mynd, en leikkonurnar voru á aldrinum 18-50 ára og höfðu að meðaltali unnið í 3,5 ár í iðnaðinum. Yfir 1/3 var annað hvort giftur eða í alvarlegu sambandi og 44% voru einhleypar. Fullyrt hefur verið að klámmyndaleikkonur hafi flestar orðið fyrir kynferðisofbeldi en niðurstöður benda ekki til þess, segir á vef Independent. Niðurstöðurnar benda líka til þess að klámmyndaleikkonur sofi betur og séu orkumeiri. Aftur á móti benda vísbendingar til þess að klámmyndaleikkonur hafi neytt lyfja og áfengis í meira mæli en aðrar konur. „Þessi rannsókn gefur allt aðra sýn en þá sem viðgengist hefur gagnvart þeim sem taka þátt í klámmyndaiðnaðinum. Þótt rannsóknin sé takmörkuð að ýmsu leyti er þetta ein fárra rannsókna þar sem samanburðarhópum hefur verið beitt," segir Cynthia Graham, kennari við sálfræðideildina í Southampton háskólanum. Dawn Foster kvenréttindasinni gagnrýnir aftur á móti niðurstöðuna. „Það er hættulegt að alhæfa um heila atvinnugrein. Konur sem eru í góðri stöðu og gengur vel geta ekki talað fyrir aðra konur," segir hann meðal annars.
Mest lesið Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira