Ekki meirihluti fyrir fjárlagafrumvarpinu - Róbert ósáttur við gistináttaskattinn Höskuldur Kári Schram skrifar 28. nóvember 2012 12:11 Róbert Marshall er ósáttur við gistináttaskattinn. Róbert Marshall, þingmaður, mun ekki styðja fjárlög ríkisstjórnarinnar nema fallið verði frá hækkun virðisaukaskatts á hótel og gistiheimili. Að óbreyttu hefur ríkisstjórnin því ekki meirihluta í málinu. Virðisaukaskattur á hótel og gistiheimili verður hækkaður úr 7 prósentum í 14 samkvæmt tillögu Katrínar Júlíusdóttur, fjármálaráðherra, sem kynnt var í gær en skatturinn átti upphaflega að hækka upp í 25,5 prósent samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Samtök ferðaþjónustunnar hafa mótmælt þessari hækkun. Samtökin hafa lagt áherslu á að allar hækkanir á sköttum séu gerðar með að minnsta kosti 20 mánaða fyrirvara þar sem ferðaþjónustan er verðlögð og seld með löngum fyrirvara. Róbert Marshall, þingmaður, tekur undir þessi sjónarmið. „Mér finnst ekki vera hægt að koma fram við atvinnulífið með þessum hætti. Það þarf meiri fyrirvara til þess að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustu. Þau eru búin að auglýsa sín verð fyrir næstu vertíð, ef svo má segja, og með þessu ertu að skattleggja fyrirtækin ekki þann sem er að kaupa af þeim þjónustu," segir Róbert. Hann segist því ekki styðja fjárlögin ef ekki verði fallið frá þessari hækkun. „Ég er búinn að gera grein fyrir því, bæði innan þingflokks Samfylkingarinnar, og við aðstoðarmann fjármálaráðherra og formann efnahags- og skattanefndar að ég er mótfallinn þessu," segir hann. Róbert gekk úr þingflokki Samfylkingarinnar í október en hann ætlar bjóða sig fram fyrir Bjarta framtíð í næstu kosningum. Róbert sagðist þó áfram ætla að styðja ríkisstjórnina en formlega hefur hún ekki lengur meirihluta á Alþingi. Hún þarf því að reiða sig á stuðning hans eða annarra stjórnarandstöðuþingmanna til að afgreiða fjárlögin. Róbert segir að það hafi alltaf legið fyrir að hann væri á móti þessari hækkun. Hann hafi lýst yfir þeirri skoðun þegar hann var í þingflokki Samfylkingarinnar. Ekkert hafi breyst í millitíðinni. „Þetta þarf að gerast með öðrum hætti, með samtali og samráði og lengri fyrirvara þannig að menn geti gert ráð fyrir því þegar þeir kynna sína verðskrá," segir hann. Róbert segir að hægt sé að ná í þessa peninga með öðrum hætti. „Það er búið að benda á leiðir til að gera það með öðrum hætti t.d. með því að taka upp náttúrupassa sem að gæti skilað umtalsverðum fjármunum og náð vel upp í þá fjárhæð sem við erum að tala um hér," segir hann. Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Sjá meira
Róbert Marshall, þingmaður, mun ekki styðja fjárlög ríkisstjórnarinnar nema fallið verði frá hækkun virðisaukaskatts á hótel og gistiheimili. Að óbreyttu hefur ríkisstjórnin því ekki meirihluta í málinu. Virðisaukaskattur á hótel og gistiheimili verður hækkaður úr 7 prósentum í 14 samkvæmt tillögu Katrínar Júlíusdóttur, fjármálaráðherra, sem kynnt var í gær en skatturinn átti upphaflega að hækka upp í 25,5 prósent samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Samtök ferðaþjónustunnar hafa mótmælt þessari hækkun. Samtökin hafa lagt áherslu á að allar hækkanir á sköttum séu gerðar með að minnsta kosti 20 mánaða fyrirvara þar sem ferðaþjónustan er verðlögð og seld með löngum fyrirvara. Róbert Marshall, þingmaður, tekur undir þessi sjónarmið. „Mér finnst ekki vera hægt að koma fram við atvinnulífið með þessum hætti. Það þarf meiri fyrirvara til þess að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustu. Þau eru búin að auglýsa sín verð fyrir næstu vertíð, ef svo má segja, og með þessu ertu að skattleggja fyrirtækin ekki þann sem er að kaupa af þeim þjónustu," segir Róbert. Hann segist því ekki styðja fjárlögin ef ekki verði fallið frá þessari hækkun. „Ég er búinn að gera grein fyrir því, bæði innan þingflokks Samfylkingarinnar, og við aðstoðarmann fjármálaráðherra og formann efnahags- og skattanefndar að ég er mótfallinn þessu," segir hann. Róbert gekk úr þingflokki Samfylkingarinnar í október en hann ætlar bjóða sig fram fyrir Bjarta framtíð í næstu kosningum. Róbert sagðist þó áfram ætla að styðja ríkisstjórnina en formlega hefur hún ekki lengur meirihluta á Alþingi. Hún þarf því að reiða sig á stuðning hans eða annarra stjórnarandstöðuþingmanna til að afgreiða fjárlögin. Róbert segir að það hafi alltaf legið fyrir að hann væri á móti þessari hækkun. Hann hafi lýst yfir þeirri skoðun þegar hann var í þingflokki Samfylkingarinnar. Ekkert hafi breyst í millitíðinni. „Þetta þarf að gerast með öðrum hætti, með samtali og samráði og lengri fyrirvara þannig að menn geti gert ráð fyrir því þegar þeir kynna sína verðskrá," segir hann. Róbert segir að hægt sé að ná í þessa peninga með öðrum hætti. „Það er búið að benda á leiðir til að gera það með öðrum hætti t.d. með því að taka upp náttúrupassa sem að gæti skilað umtalsverðum fjármunum og náð vel upp í þá fjárhæð sem við erum að tala um hér," segir hann.
Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Sjá meira