Ekki meirihluti fyrir fjárlagafrumvarpinu - Róbert ósáttur við gistináttaskattinn Höskuldur Kári Schram skrifar 28. nóvember 2012 12:11 Róbert Marshall er ósáttur við gistináttaskattinn. Róbert Marshall, þingmaður, mun ekki styðja fjárlög ríkisstjórnarinnar nema fallið verði frá hækkun virðisaukaskatts á hótel og gistiheimili. Að óbreyttu hefur ríkisstjórnin því ekki meirihluta í málinu. Virðisaukaskattur á hótel og gistiheimili verður hækkaður úr 7 prósentum í 14 samkvæmt tillögu Katrínar Júlíusdóttur, fjármálaráðherra, sem kynnt var í gær en skatturinn átti upphaflega að hækka upp í 25,5 prósent samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Samtök ferðaþjónustunnar hafa mótmælt þessari hækkun. Samtökin hafa lagt áherslu á að allar hækkanir á sköttum séu gerðar með að minnsta kosti 20 mánaða fyrirvara þar sem ferðaþjónustan er verðlögð og seld með löngum fyrirvara. Róbert Marshall, þingmaður, tekur undir þessi sjónarmið. „Mér finnst ekki vera hægt að koma fram við atvinnulífið með þessum hætti. Það þarf meiri fyrirvara til þess að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustu. Þau eru búin að auglýsa sín verð fyrir næstu vertíð, ef svo má segja, og með þessu ertu að skattleggja fyrirtækin ekki þann sem er að kaupa af þeim þjónustu," segir Róbert. Hann segist því ekki styðja fjárlögin ef ekki verði fallið frá þessari hækkun. „Ég er búinn að gera grein fyrir því, bæði innan þingflokks Samfylkingarinnar, og við aðstoðarmann fjármálaráðherra og formann efnahags- og skattanefndar að ég er mótfallinn þessu," segir hann. Róbert gekk úr þingflokki Samfylkingarinnar í október en hann ætlar bjóða sig fram fyrir Bjarta framtíð í næstu kosningum. Róbert sagðist þó áfram ætla að styðja ríkisstjórnina en formlega hefur hún ekki lengur meirihluta á Alþingi. Hún þarf því að reiða sig á stuðning hans eða annarra stjórnarandstöðuþingmanna til að afgreiða fjárlögin. Róbert segir að það hafi alltaf legið fyrir að hann væri á móti þessari hækkun. Hann hafi lýst yfir þeirri skoðun þegar hann var í þingflokki Samfylkingarinnar. Ekkert hafi breyst í millitíðinni. „Þetta þarf að gerast með öðrum hætti, með samtali og samráði og lengri fyrirvara þannig að menn geti gert ráð fyrir því þegar þeir kynna sína verðskrá," segir hann. Róbert segir að hægt sé að ná í þessa peninga með öðrum hætti. „Það er búið að benda á leiðir til að gera það með öðrum hætti t.d. með því að taka upp náttúrupassa sem að gæti skilað umtalsverðum fjármunum og náð vel upp í þá fjárhæð sem við erum að tala um hér," segir hann. Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sjá meira
Róbert Marshall, þingmaður, mun ekki styðja fjárlög ríkisstjórnarinnar nema fallið verði frá hækkun virðisaukaskatts á hótel og gistiheimili. Að óbreyttu hefur ríkisstjórnin því ekki meirihluta í málinu. Virðisaukaskattur á hótel og gistiheimili verður hækkaður úr 7 prósentum í 14 samkvæmt tillögu Katrínar Júlíusdóttur, fjármálaráðherra, sem kynnt var í gær en skatturinn átti upphaflega að hækka upp í 25,5 prósent samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Samtök ferðaþjónustunnar hafa mótmælt þessari hækkun. Samtökin hafa lagt áherslu á að allar hækkanir á sköttum séu gerðar með að minnsta kosti 20 mánaða fyrirvara þar sem ferðaþjónustan er verðlögð og seld með löngum fyrirvara. Róbert Marshall, þingmaður, tekur undir þessi sjónarmið. „Mér finnst ekki vera hægt að koma fram við atvinnulífið með þessum hætti. Það þarf meiri fyrirvara til þess að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustu. Þau eru búin að auglýsa sín verð fyrir næstu vertíð, ef svo má segja, og með þessu ertu að skattleggja fyrirtækin ekki þann sem er að kaupa af þeim þjónustu," segir Róbert. Hann segist því ekki styðja fjárlögin ef ekki verði fallið frá þessari hækkun. „Ég er búinn að gera grein fyrir því, bæði innan þingflokks Samfylkingarinnar, og við aðstoðarmann fjármálaráðherra og formann efnahags- og skattanefndar að ég er mótfallinn þessu," segir hann. Róbert gekk úr þingflokki Samfylkingarinnar í október en hann ætlar bjóða sig fram fyrir Bjarta framtíð í næstu kosningum. Róbert sagðist þó áfram ætla að styðja ríkisstjórnina en formlega hefur hún ekki lengur meirihluta á Alþingi. Hún þarf því að reiða sig á stuðning hans eða annarra stjórnarandstöðuþingmanna til að afgreiða fjárlögin. Róbert segir að það hafi alltaf legið fyrir að hann væri á móti þessari hækkun. Hann hafi lýst yfir þeirri skoðun þegar hann var í þingflokki Samfylkingarinnar. Ekkert hafi breyst í millitíðinni. „Þetta þarf að gerast með öðrum hætti, með samtali og samráði og lengri fyrirvara þannig að menn geti gert ráð fyrir því þegar þeir kynna sína verðskrá," segir hann. Róbert segir að hægt sé að ná í þessa peninga með öðrum hætti. „Það er búið að benda á leiðir til að gera það með öðrum hætti t.d. með því að taka upp náttúrupassa sem að gæti skilað umtalsverðum fjármunum og náð vel upp í þá fjárhæð sem við erum að tala um hér," segir hann.
Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sjá meira