Fótbolti

Ferillinn vonbrigði ef ég vinn ekki stórmót

Hinn 31 árs gamli bakvörður Man. Utd og franska landsliðsins, Patrice Evra, segir að landsliðsferill sinn verði vonbrigði takist honum ekki að vinna stórmót með landsliðinu.

Evra hefur spilað með landsliðinu síðan 2004 og tekið þátt í fjórum stórmótum. Hann var fyrirliði landsliðsins á HM 2010 þar sem allt fór til fjandans.

"Ferillinn er vonbrigði ef ég vinn ekki stórmót. Ég tapaði mínu sæti í byrjunarliðinu undir stjórn Blanc en með Deschamps er allt betra. Hann segir að ég verði í liðinu ef ég spila vel," sagði Evra sem er fæddur í Senegal.

Frakkar spila vináttulandsleik gegn Ítalíu í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×