Kínverskur ferðamaður eyðir 10 þúsund krónum meira Boði Logason skrifar 1. nóvember 2012 10:14 Kínverskur ferðamaður hér á landi eyðir að meðaltali um tíu þúsund krónum meira en ferðamaður frá öðru landi. Talsverð aukning er í komu Kínverja hingað til lands en ekki í sama mæli og annars staðar á Norðurlöndunum. Kínverskur ferðamaður hér á landi eyðir að meðaltali um tíu þúsund krónum meira en ferðamaður frá öðru landi. Talsverð aukning er í komum Kínverja hingað til lands en ekki í sama mæli og annars staðar á Norðurlöndunum.Í danska blaðinu Berlingske Tidende í síðustu viku var fjallað um kínverska ferðmenn sem hafa keypt úr og skartgripi grimmt á síðustu árum. Árið í ár er eitt það besta í sögunni fyrir úra- og skartgripaverslanir þar í landi en kínversku ferðamennirnir sækja einkum í Rólex-úr og svo fín skartgripamerki á borð við Cartier og Chanel. Hér á landi er sömu sögu að segja - en þó ekki í sama mæli og í nágrannalöndunum okkar. „Við erum svona tveimur til þremur árum á eftir öðrum Norðurlöndum. Það er vegna þess að enginn treystir sér til að vera með beint flug hingað til lands. Þeir Kínverjar sem við erum að fá eru að koma frá Norðurlöndunum, það eru þá ferðamenn sem eru að taka túr um Norðurlöndin," segir Helgi Hrannarr Jónsson, framkvæmdastjóri Global Blue, sem er eitt þeirra fyrirtækja sem sér um endurgreiðslu á virðisaukaskattinum til ferðamanna (Tax free).Kaupa líka íslenska hönnun Og samhliða aukningu í komu kínversku ferðamannanna hingað til lands eru þeir að eyða mun meira en aðrir ferðamenn. „Þeir hafa verið í um 20. sæti undanfarin ár af þeim ferðamönnum sem eyða mestu en eru við það að komast á topp 10 listann þannig að aukningin er mikil," segir Helgi Hrannarr. „Það sem er sérstakt við kínverska ferðamanninn er að hann er að eyða að meðaltali 10 þúsund kalli meira en aðrar þjóðir, það er að segja meðal færslan á greiðslukortið er 10 þúsund krónum hærri en hjá öðrum ferðamanni frá öðru landi." Kínverski ferðamaðurinn kaupir líka mikið í einu. „Og það sem við sjáum líka er að þeir sækja mikið í merkjavöru, líkt og er að gerast í Danmörku. Það er líka gaman að segja frá því að Kínverjar eru ekki bara að kaupa Rólex-úr eða úr í þeim gæðaflokki, þeir eru einnig að sækja í íslenska skartgripahönnun. Þó það sé ekki í sama verðflokki þá taka þeir það með því það er „únik". Það er gríðarlega mikilvægt að Kínverjar komi hingað í auknum mæli og hafi áhrif á íslenska ferðamannamarkað."Kínverjar góðir viðskiptavinir Frank Michelsen, úrsmiður á Laugavegi, segir að kínversku ferðamennirnir séu ekki stærstu viðskiptavinirnir „en þeir eru mjög vaxandi hópur og það kemur með auknum ferðamönnum til Íslands. Þeir versla ágætlega en ekki í sama mæli og er að ganga yfir Evrópu og er að bresta á í Danmörku, þeir eru ekki orðnir nægilega margir. Þetta eru góðir viðskiptavinir - gott fólk," segir Frank. Sigurður Gilbertsson, hjá úra- og klukkuversluninni Gilbert Ó Guðjónsson á Laugavegi, hefur sömu sögu að segja. „Við erum að sjá fleiri Kínverja koma en ekki eins og er að gerast í Danmörku. Við upplifðum alveg rosalega gott sumar vegna sölu í ferðamennsku - sennilega eitt besta árið okkar," segir hann. Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Kínverskur ferðamaður hér á landi eyðir að meðaltali um tíu þúsund krónum meira en ferðamaður frá öðru landi. Talsverð aukning er í komum Kínverja hingað til lands en ekki í sama mæli og annars staðar á Norðurlöndunum.Í danska blaðinu Berlingske Tidende í síðustu viku var fjallað um kínverska ferðmenn sem hafa keypt úr og skartgripi grimmt á síðustu árum. Árið í ár er eitt það besta í sögunni fyrir úra- og skartgripaverslanir þar í landi en kínversku ferðamennirnir sækja einkum í Rólex-úr og svo fín skartgripamerki á borð við Cartier og Chanel. Hér á landi er sömu sögu að segja - en þó ekki í sama mæli og í nágrannalöndunum okkar. „Við erum svona tveimur til þremur árum á eftir öðrum Norðurlöndum. Það er vegna þess að enginn treystir sér til að vera með beint flug hingað til lands. Þeir Kínverjar sem við erum að fá eru að koma frá Norðurlöndunum, það eru þá ferðamenn sem eru að taka túr um Norðurlöndin," segir Helgi Hrannarr Jónsson, framkvæmdastjóri Global Blue, sem er eitt þeirra fyrirtækja sem sér um endurgreiðslu á virðisaukaskattinum til ferðamanna (Tax free).Kaupa líka íslenska hönnun Og samhliða aukningu í komu kínversku ferðamannanna hingað til lands eru þeir að eyða mun meira en aðrir ferðamenn. „Þeir hafa verið í um 20. sæti undanfarin ár af þeim ferðamönnum sem eyða mestu en eru við það að komast á topp 10 listann þannig að aukningin er mikil," segir Helgi Hrannarr. „Það sem er sérstakt við kínverska ferðamanninn er að hann er að eyða að meðaltali 10 þúsund kalli meira en aðrar þjóðir, það er að segja meðal færslan á greiðslukortið er 10 þúsund krónum hærri en hjá öðrum ferðamanni frá öðru landi." Kínverski ferðamaðurinn kaupir líka mikið í einu. „Og það sem við sjáum líka er að þeir sækja mikið í merkjavöru, líkt og er að gerast í Danmörku. Það er líka gaman að segja frá því að Kínverjar eru ekki bara að kaupa Rólex-úr eða úr í þeim gæðaflokki, þeir eru einnig að sækja í íslenska skartgripahönnun. Þó það sé ekki í sama verðflokki þá taka þeir það með því það er „únik". Það er gríðarlega mikilvægt að Kínverjar komi hingað í auknum mæli og hafi áhrif á íslenska ferðamannamarkað."Kínverjar góðir viðskiptavinir Frank Michelsen, úrsmiður á Laugavegi, segir að kínversku ferðamennirnir séu ekki stærstu viðskiptavinirnir „en þeir eru mjög vaxandi hópur og það kemur með auknum ferðamönnum til Íslands. Þeir versla ágætlega en ekki í sama mæli og er að ganga yfir Evrópu og er að bresta á í Danmörku, þeir eru ekki orðnir nægilega margir. Þetta eru góðir viðskiptavinir - gott fólk," segir Frank. Sigurður Gilbertsson, hjá úra- og klukkuversluninni Gilbert Ó Guðjónsson á Laugavegi, hefur sömu sögu að segja. „Við erum að sjá fleiri Kínverja koma en ekki eins og er að gerast í Danmörku. Við upplifðum alveg rosalega gott sumar vegna sölu í ferðamennsku - sennilega eitt besta árið okkar," segir hann.
Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira