Sport

Wozniacki aftur í hóp þeirra tíu bestu í heimi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Caroline Wozniacki.
Caroline Wozniacki. Mynd/AP
Danska tenniskonan Caroline Wozniacki er komin í úrslit á Tournament of Champions tennismótinu í Sofíu í Búlgaríu og hefur um leið endurheimt sæti meðal tíu bestu tenniskvenna heims. Wozniacki mætir Nadia Petrova frá Rússlandi í úrslirtaleiknum í dag.

Caroline Wozniacki vann heimakonuna Tsvetana Pironkova í undanúrslitunum 6-4 og 6-1 en sú búlgarska gat ekki beitt sér að fullu vegna meiðsla. „Það er leiðinlegt að slá hana út fyrir framan hennar áhorfendur en ég er ánægð með að komast í úrslitaleikinn og vonandi fær ég stuðning í úrslitaleiknum á sunnudaginn," sagði Caroline Wozniacki.

Caroline Wozniacki hóf árið í efsta sæti heimslistans en slæmt gengi allt þetta ár þýddi að hún datt alla leið niður í ellefta sætið. Með þessum sigri kemst hún hinsvegar upp fyrir Marion Bartoli og aftur inn á topp tíu.

Kylfingurinn Rory McIlroy, kærasti Caroline Wozniacki, var meðal áhorfenda í Sofíu en hann fórnaði stóru móti í Kína til þess að sjá hana spila. Wozniacki getur unnið sinn þriðja titil á árinu vinni hún þá rússnesku í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×