Erlent

Jarðskjálfti í Kólumbíu

Öflugur jarðskjálfti reið yfir suðvesturhluta Kólumbíu í gærkvöld. Samkvæmt mælingum bandarísku jarðfræðistofnunarinnar var skjálftinn sjö komma eitt stig.

Upptök skjálftans voru í Andesfjöllunum og í um tuttugu kílómetra fjarlægð frá bænum La Vega.

Vel fannst til skjálftans í Ekvador og nötruðu byggingar í höfuðborg landsins sem er í rúmlega þrjú hundruð kílómetra fjarlægð frá skjálftamiðjunni.

Ekki hafa borist fregnir af stórfelldu tjóni eða mannfalli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×