Erlent

Segja stuðningsmenn Assange ábyrga fyrir tölvuárásum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Stuðningsmenn Julian Assange eru sagðir ábyrgir fyrir tölvuárásunum.
Stuðningsmenn Julian Assange eru sagðir ábyrgir fyrir tölvuárásunum.
Fjölmargar tölvuárásir voru gerðar á sænska fjölmiðla og aðrar sænskar stofnanir í dag. Talið er að þar hafi verið að verki stuðningsmenn Julians Assange, stofnanda WikiLeaks. Assange er, sem kunnugt er, sakaður um kynferðisbrot gegn tveimur konum þar í landi.

Anders Ahlquist, tölvusérfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra í Svíþjóð, segir að vefsvæðin sem ráðist var á eigi ekkert sameiginlegt hvert öðru. „Það virðist bara vera sem menn hafi ráðist á stór vefsvæði í Svíþjóð," er haft eftir Ahlquist á vef norska Aftenposten.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×