Íslenski boltinn

Markaregnið úr lokaumferð Pepsi-deildarinnar inn á Vísi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pepsi-deild karla kláraðist á laugardaginn og nú eru sjö mánuðir í næsta leik í úrvalsdeild karla í fótbolta. Það voru skoruð 19 mörk í lokaumferðinni og nú er hægt að sjá öll þessi mörk inn á Vísi.

Blikar tryggðu sér Evrópusætið og sendu Stjörnumenn niður í fimmta sætið, Framarar björguðu sér frá falli og tóku silfrið af Eyjamönnum, FH-ingar unnu enn einn sigurinn, Fylkismenn misstu frá sér sigurinn þegar Grindvíkingar skoruðu með síðasta skoti sumarsins, KR-ingar rifu sig upp eftir dapurt gengi og Skagamenn unnu góðan sigur á Selfossi. Það er því að nóg að taka.

Við á Vísi höfðum tekið saman Markaregnið úr 22. umferð og það er hljómsveitin Depeche Mode sem sér um tónlistina. Það er hægt að sjá þetta myndband með því að smella hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×