Innlent

Löggan keyrði börnin í skólann þar sem pabbinn var próflaus

Snemma í morgun var ökumaður fólksbifreiðar á Akranesi stöðvaður þar sem hann hafði verið sviptur ökuréttindum. Þrjú lítil börn á aldrinum eins til sex ára í aftursæti bílsins en öll áttu þau að vera mætt í skóla og leikskóla.

Að sögn lögreglu var ljóst að ökumaðurinn gat ekki haldið akstri áfram og voru þá góð ráð dýr því koma þurfti börnunum á áfangastað. Lögreglumaðurinn, sem var einn á ferð, lagði lögreglubílnum út í vegkant og settist við stýrið á fólksbílnum, á meðan próflausi pabbinn sat í framsætinu og börnin aftur í. Hann keyrði því næst með börnin í skólann.

Sektin fyrir að keyra án ökuréttinda er 60 þúsund krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×