Innlent

Auglýsir eftir Siggu sem klessti á bílinn sinn

Svona lítur skemmdin út og miðinn er í horninu.
Svona lítur skemmdin út og miðinn er í horninu.
„Það eina sem er eftir á miðanum er nafnið Sigga, og það eru nokkuð margar konur á landinu með það nafn," segir Kristín Baldursdóttir sem varð fyrir því óláni um miðjan mánuðinn að ekið var á bíl hennar í Lágmúla á meðan hún var í klippingu.

Sú sem olli tjóninu skyldi eftir miða á bílnum en þar sem mikil rigning var þennan daginn þurrkaðist allt út af miðanum, nema nafnið Sigga.

Kristín segir atvikið hafi átt sér stað 14. september á milli klukkan 15:45 og 21. „Það rigndi svo rosalega mikið þetta kvöld og ég tók ekki eftir skemmdunum og miðanum fyrr en daginn eftir," segir Kristín.

Hún hvetur þá sem vita eitthvað um málið að hafa samband við sig í síma 696-6950, og þá sérstaklega umrædda Siggu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×