Innlent

Iceland oftast með lægsta verðið

Jóhannes í Iceland
Jóhannes í Iceland
Verslunin Iceland Engihjalla var oftast með lægsta verðið þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í lágvöruverðsverslunum, stórmörkuðum og klukkubúðum víðsvegar um landið mánudaginn 1. október.

Hæsta verðið var oftast að finna í verslun 10/11 Laugavegi eða í um helmingi tilvika. Oftast var verðmunurinn á hæsta og lægsta verði vöru frá 25% upp í 75% en í um fjórðungi tilvika var meira en 75% verðmunur.

Verslanirnar Kostur og Víðir neituðu að taka þátt í könnuninni.

Nánar um könnunina hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×