Innlent

Stærsti vandinn er eftirfylgnin

Breki Logason skrifar
„Það er ekkert að því að þjóðin skrifi og semji sitt eigið frumvarp, það er ekkert sem bannar það," segir Gunnar Smári Egilsson, formaður SÁÁ, sem vill að tíu prósent af þeim ellefu þúsund og tvö hundruð milljónum sem ríkið fær á ári með áfengisgjaldinu fari í að hjálpa þeim sem mesta þurfa á því að halda.

Átakið Betra líf var kynnt í dag en það gengur út á að fá fólk til þess að skrifa undir frumvarp til þess að bæta líf þeirra sem leita sér hjálpar við áfengis- og vímuefnasýki.

Gunnar Smári segir stærsta vandann í dag ekki vera meðferðina sjálfa heldur eftirfylgnina eftir meðferðina og nú sé fólk verra sett félagslega en áður. Fólk þurfi meiri stuðning í dag vegna þess einfaldlega að samfélagið hefur harnað.

Þetta sé hinsvegar á könnu sveitarfélagana sem séu engan vegin í stakk búin til þess að takas á við þennan vanda.

Smelltu hér til að skrifa undir frumvarpið og hér má sjá myndskeið með skilaboðum frá fólki sem styður frumvarpið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×