Erlent

50 ár frá fyrstu smáskífu Bítlanna

Í dag eru fimmtíu ár frá því að Bítlarnir gáfu út fyrstu smáskífu sína, Love me do. Í tilefni af því ætla aðdáendur sveitarinnar að hittast í Liverpool og syngja lagið, sem var titillag smáskífunnar.

Stefnan er að setja nýtt heimsmet í svokölluðum keðjusöng, en heimsmetið í greininni var sett í Chicago í Bandaríkjunum í fyrra. Söngurinn fer þannig fram að einn söngvari byrjar að syngja lagið, og svo byrjar næsti þegar sá fyrsti er byrjaður, og svo koll af kolli.

Platan Love me do náði 17. sæti á breska vinsældarlistanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×