Erlent

Um 70 milljónir horfðu á kappræðurnar

Obama og Romney á miðvikudagskvöld
Obama og Romney á miðvikudagskvöld
Rétt rúmlega 67 milljónir Bandaríkjamanna horfðu á kappræður milli Baracks Obama og Mitts Romney forsetaframbjóðenda sem fram fór í fyrrinótt. Ellefu sjónvarpsstöðvar sýndu frá kappræðunum, eftir því sem fram kom á fréttavef Reuters.

Þetta eru um 28% fleiri en þeir sem horfðu á fyrstu kappræðurnar sem fram fóru milli Obama og John McCain fyrir fjórum árum síðan en rétt rúmlega 52 milljónir horfðu á þær. Raunar hafa ekki fleiri horft á kappræðurnar síðan fyrir forsetakosningarnar árið 2000.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×