Innlent

Yfir 600 manns tóku þátt í æfingunni

Flugslysaæfingin á Reykjavíkurflugvelli í dag virðist hafa tekist mjög vel í flesta staði að sögn Árna Birgissonar, samræmingarstjóra flugvalla hjá Isavia. Æfingunni lýkur í dag en alls taka um 630 manns þátt í henni, sem gerir æfinguna að þeirri umfangsmestu sem haldin hefur verið hérlendis.

Líkt var eftir brotlendingu flugvélar með 100 manns innanborðs á flugvellinum og þurftu viðbragðsaðilar að leysa fjölmörg verkefni á slysstað. Á meðal þeirra sem tóku þáttu voru prestar, leiknir aðstandendur og lögreglumenn.

Í fréttatilkynningu frá Isavia segir Árni að nauðsynlegt sé að menn viti hvað eigi að gera ef flugslys verður á Reykjavíkurflugvelli. „Reynslan sýnir að hætta á hópslysum á borð við flugslys er afar lítil en nauðsynlegt er að viðbragðsaðilar æfi áætlanir með reglubundnum hætti svo bregðast megi fumlaust við ef slys kynni að bera að höndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×