Innlent

Vildi ekki fara á slysadeild þrátt fyrir stungusár á fæti

Frá Setbergshverfinu í Hafnarfirði. Mynd tengist frétt ekki beint.
Frá Setbergshverfinu í Hafnarfirði. Mynd tengist frétt ekki beint.
Maður, sem var með stungusár á fæti í nótt, var fluttur á slysadeild þvert gegn vilja sínum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu átti hnífstungan sér stað skömmu eftir miðnætti en lögreglu var ekki tilkynnt um hana fyrr en nokkrum klukkutímum síðar. Þá var maðurinn kominn í hús í Setbergi alblóðugur.

Hann vildi ekki segja lögreglu frá því hvar árásin átti sér stað eða hver aðdragandi hennar var. Þá vildi hann ekki greina frá því hver hefði stungið hann. Hann vildi ekki fá aðhlynningu á sjúkrahúsi en var samt sem áður fluttur þangað gegn vilja sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×