Erlent

Hætt við Jesus Christ Superstar eftir hörð mótmæli

Leikhús í suður Rússlandi hefur hætt við uppsetningu á söngleiknum Jesus Christ Superstar eftir hörð mótmæli kristinna rétttrúnaðarsinna sem segja söngleikinn gefa ranga mynd af Jesú.

Þessi heimsþekkti söngleikur hefur hins vegar verið settur á svíð víða um Rússland á síðustu tveimur áratugum.

BBC greinir frá því að trúmál séu orðin enn pólitískari í Rússlandi á þessu ári eftir að stúlkurnar í pönkbandinu Pussy Riot voru dæmdar eftir gjörning í dómkirkjunni í Moskvu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×