Íslenski boltinn

Strákarnir töpuðu fyrir Portúgal

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gunnar Guðmundsson er þjálfari U-17 liðs Íslands.
Gunnar Guðmundsson er þjálfari U-17 liðs Íslands.
U-17 landslið karla tapaði sínum fyrsta leik í undankeppni EM 2013 en strákarnir máttu þola tap fyrir Portúgal í gær, 4-2.

Portúgal komst í 4-0 forystu í leiknum áður en Íslendingar minnkuðu muninn með tveimur mörkum á síðustu 20 mínútum leiksins.

Albert Guðmundsson, fimmtán ára KR-ingur, kom inn á sem varamaður í leiknum og skoraði annað marka Íslands auk þess sem hann fiskaði vítaspyrnu sem Eggert Georg Tómasson skoraði úr.

Ísland mætir næst Noregi á morgun en riðill Íslands fer fram á Möltu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×