Innlent

Knattspyrnumaður kærður fyrir nauðgun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Leikmaður í 2. deild karla hefur verið kærður fyrir nauðgun, samkvæmt upplýsingum sem knattspyrnuvefurinn 433.is hefur frá lögreglunni. Samkvæmt upplýsingum vefjarins mun kæran hafa haft víðtæk áhrif á félagið sem leikmaðurinn leikur fyrir. Ennfremur segir að stúlkan sem maðurinn er grunaður um að hafa nauðgað sé kærasta liðsfélaga hans. Þá segir að kærasti stúlkunnar sé hættur að spila með liðinu en hann hafði komið við sögu í flestum leikjum liðsins á tímabilinu. Leikmaðurinn sem kærður var spilar hinsvegar enn með liðinu og var í byrjunarliðinu þegar liðið lék um síðustu helgi. Alls leika tólf lið í annarri deild karla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×