Erlent

Tína sveppi í stað þess að kjósa

Þingkosningar fara fram í Hvíta-Rússlandi í dag en tveir megin stjórnarandstöðuflokkar landsins hafa ákveðið að sniðganga kosningarnar og hvetja kjósendur til þess að mæta ekki á kjörstað heldur fara frekar að tína sveppi eða elda rauðrófusúpu.

Forseti landsins Alexander Lukashenko hefur frá því að hann var endurkjörinn fyrir tveimur árum markvisst þaggað niður stjórnarandstöðuna og hefur verið talað um hann sem síðasta einræðisherra Evrópu en frjálsar og lýðræðislegar kosningar hafa ekki verið haldnar í Hvíta-Rússlandi frá því Lukashenko komst til valda árið 1994.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×