Innlent

Eltu ökufant á ógnarhraða

BBI skrifar
Lögreglan á Eskifirði veitti ökufanti sem ók á ógnarhraða eftirför í nótt. Eftirförinni lauk með því að lögregla beitti svonefndri þvingaðri stöðvun og ók utan í bifreiðina til að stöðva för hennar.

Eltingaleikurinn átti sér stað í Fagradal milli Reyðarfjarðar og Egilsstaða. Þegar lögreglan gaf stöðvunarmerki jók ökufanturinn enn hraðann og brunaði eftir veginum. Á leiðinni mætti lögreglan þremur öðrum vegfarendum sem áttu í erfiðleikum með að forðast bifreiðina sem á undan ók. Lögreglan óskar eftir að ökumennirnir sem um ræðir hafi samband við lögreglu.

Ökufanturinn er grunaður um ölvun við aksturinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×