Erlent

Snæuglur í mikilli útrýmingarhættu á Grænlandi

Myndin er á vísindavefnum.
Myndin er á vísindavefnum.
Mikil fækkun læmingja á Grænlandi undanfarin ár hefur leitt til þess að rándýrastofnar í landinu eins og snæuglur og hreysikettir eru í mikilli útrýmingarhættu.

Sífelld fækkun hefur orðið í læmingjastofninum á Grænlandi undanfarin áratug. Fyrir þann tíma voru læmingjar þekktir fyrir reglulegar sveiflur í viðkomu sinni svipað og rjúpan hérlendis. Hjá læmingjum á Grænlandi náði stofninn hámarki fjóra hvert ár. Þessi sveifla er horfin og því fækkar læmingjunum ört.

Ástæðurnar fyrir fækkun læmingja eru loftslagsbreytingar. Læmingjar reiða sig á snjó til að skýla sér gegn rándýrum á veturna. Vegna hækkandi hitastigs á Grænlandi síðustu árin hefur sú vernd horfið.

Í umfjöllun um málið í Jyllands Posten segir að fækkun læmingja hefur haft þau áhrif að snæuglan er að deyja út á Grænlandi enda eru læmingjar aðalfæða hennar. Varpstofn snæugla hefur minnkað um 98% á þessu tímabili. Hreysikattarstofninn á Grænlandi er einnig í slæmum málum þótt ástand hans sé ekki eins alvarlegt og snæuglunnar.

Heimsskautarefurinn stendur læmingjahvarfið betur af sér enda er fæðuval hans mun fjölbreyttara en framangreindra tegunda. Refur getur m.a. nýtt hræ af sauðnautum og sjófugla sér til viðurværis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×