Erlent

Leikstjóri Múhammeðsmyndarinnar settur í fangelsi

Nakoula BasseleyNakoula leikstjóri myndarinnar þar sem Múhammeð spámaður er móðgaður hefur verið handtekinn í Los Angeles og settur í fangelsi án möguleika á að losna gegn tryggingu.

Ástæðan er sú að Nakoula braut gegn skilorði sem hann var á vegna fölsunarmáls sem hann var dæmdur fyrir árið 2010.

Nakoula er haldið í einangrun í fangelsinu enda talið að múslímskir fangar þar hafi mikinn áhuga á að taka hann af lífi þar sem háum verðlaunum hefur verið heitið til höfuðs honum.

Myndin hefur vakið mikla reiði og uppþot víða í hinum múslímska heimi að undanförnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×