Flúði eftir fjögurra ára heimilisofbeldi Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 14. september 2012 18:37 Ung kona, sem bjó við heimilisofbeldi í nokkur ár, segir óttann við að missa börnin hafa komið í veg fyrir að hún færi frá sambýlismanni sínum. Hún flúði að lokum í Kvennaathvarfið og segir það hafa bjargað sér. Konan hafði búið við ofbeldi í 4 ár þegar hún flúði í Kvennaathvarfið. „Hann beitti bara mjög miklu ofbeldi. Kúgun og stjórnun og bara fyllti út í alla reiti," segir konan, sem vildi ekki koma fram undir nafni. Hún hafði þá um tveggja ára skeið reynt að losna út úr sambandinu og nokkrum sinnum mætt í viðtöl hjá ráðgjafa í Kvennaathvarfinu. „Það gerði útslagið þegar að hann réðst á mig í síðasta skiptið þá voru börnin heima sofandi." Eftir árásina tók sambýlismaður hennar lyklana af henni, peningana og símann og kastaði henni út af heimilinu. Þau voru búsett í bæ á landsbyggðinni og vildi konan ekki yfirgefa börnin. „Hann læsti mig úti þannig að ég beið bara. Hann sótti mig alltaf út í bíl og henti mér svo út aftur. En svo bara lét ég eins og allt væri gott daginn eftir og fór svo í bæinn á mánudeginum." Hún fór svo í Kvennaathvarfið þar sem hún dvaldi í 4 vikur. Barnanna sinna vegna vill hún ekki koma fram undir nafni. Hún segir sambýlismann sinn hafa hótað að gera allt til börnin yrðu tekin af henni ef hún færi frá honum. „Hann var náttúrulega búinn að hóta sýslumanninum, forsjármálum, kærumálum og Barnavernd og bara öllu sem hægt er að hóta varðandi börnin af því hann vissi að þau væru mikilvægust. Það var það sem hindraði mig mest í að fara af því ég var hrædd við öll þessi mál." Að lokum áttaði hún sig á að hún yrði að fara barnanna vegna. „Ég vildi vera góð fyrirmynd og svo var ekkert hægt að lifa svona. Það versnaði bara sífellt og gekk á öll siðferðismörkin." Hún segist hafa þurft að vinna mikið í sínum málum. „Ég er með áfallastreitu og hann var alveg í ár eftir að við hættum saman með umgengismál, forsjármál, hótandi Barnavernd, hringjandi á Barnavernd. En þegar hann byrjaði upp á nýtt með nýrri kærustu fékk ég meira frí." Hún segir oft vera þröngt á þingi í Kvennaathvarfinu og stundum hafi konur sofið í setustofunni. Kvennaathvarfið stendur nú fyrir söfnunarátakinu Öll með tölu. Tilgangurinn er að safna fyrir stærra húsnæði. Seldar eru tölur til styrktar Kvennaathvarfinu víða í verslunum og haldið verður sérstakt uppboð. Hún segist sannfærð um að hún hefði verið lengur í sambandinu ef hún hefði ekki leitað til Kvennaathvarfsins. „Ég trúi því alveg að það hafi bjargað mér." Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fleiri fréttir Vilhjálmur Árnason leiðir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ Baráttan hafi verið Viðreisn til sóma „Lúxusvandamál“ að velja og hafna á listann Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Sjá meira
Ung kona, sem bjó við heimilisofbeldi í nokkur ár, segir óttann við að missa börnin hafa komið í veg fyrir að hún færi frá sambýlismanni sínum. Hún flúði að lokum í Kvennaathvarfið og segir það hafa bjargað sér. Konan hafði búið við ofbeldi í 4 ár þegar hún flúði í Kvennaathvarfið. „Hann beitti bara mjög miklu ofbeldi. Kúgun og stjórnun og bara fyllti út í alla reiti," segir konan, sem vildi ekki koma fram undir nafni. Hún hafði þá um tveggja ára skeið reynt að losna út úr sambandinu og nokkrum sinnum mætt í viðtöl hjá ráðgjafa í Kvennaathvarfinu. „Það gerði útslagið þegar að hann réðst á mig í síðasta skiptið þá voru börnin heima sofandi." Eftir árásina tók sambýlismaður hennar lyklana af henni, peningana og símann og kastaði henni út af heimilinu. Þau voru búsett í bæ á landsbyggðinni og vildi konan ekki yfirgefa börnin. „Hann læsti mig úti þannig að ég beið bara. Hann sótti mig alltaf út í bíl og henti mér svo út aftur. En svo bara lét ég eins og allt væri gott daginn eftir og fór svo í bæinn á mánudeginum." Hún fór svo í Kvennaathvarfið þar sem hún dvaldi í 4 vikur. Barnanna sinna vegna vill hún ekki koma fram undir nafni. Hún segir sambýlismann sinn hafa hótað að gera allt til börnin yrðu tekin af henni ef hún færi frá honum. „Hann var náttúrulega búinn að hóta sýslumanninum, forsjármálum, kærumálum og Barnavernd og bara öllu sem hægt er að hóta varðandi börnin af því hann vissi að þau væru mikilvægust. Það var það sem hindraði mig mest í að fara af því ég var hrædd við öll þessi mál." Að lokum áttaði hún sig á að hún yrði að fara barnanna vegna. „Ég vildi vera góð fyrirmynd og svo var ekkert hægt að lifa svona. Það versnaði bara sífellt og gekk á öll siðferðismörkin." Hún segist hafa þurft að vinna mikið í sínum málum. „Ég er með áfallastreitu og hann var alveg í ár eftir að við hættum saman með umgengismál, forsjármál, hótandi Barnavernd, hringjandi á Barnavernd. En þegar hann byrjaði upp á nýtt með nýrri kærustu fékk ég meira frí." Hún segir oft vera þröngt á þingi í Kvennaathvarfinu og stundum hafi konur sofið í setustofunni. Kvennaathvarfið stendur nú fyrir söfnunarátakinu Öll með tölu. Tilgangurinn er að safna fyrir stærra húsnæði. Seldar eru tölur til styrktar Kvennaathvarfinu víða í verslunum og haldið verður sérstakt uppboð. Hún segist sannfærð um að hún hefði verið lengur í sambandinu ef hún hefði ekki leitað til Kvennaathvarfsins. „Ég trúi því alveg að það hafi bjargað mér."
Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fleiri fréttir Vilhjálmur Árnason leiðir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ Baráttan hafi verið Viðreisn til sóma „Lúxusvandamál“ að velja og hafna á listann Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Sjá meira