Innlent

Hjálpræðisherinn flytur upp í Mjódd og leigir stúdentum í miðborginni

Hjálpræðisherinn.
Hjálpræðisherinn. mynd / Pjetur Sigurðsson
Húsnæði Hjálpræðishersins að Kirkjustræti í miðborg Reykjavíkur breytist í gistiheimili fyrir stúdenta yfir vetratímann og verða herbergi leigð út til þeirra. Þetta kemur fram á vefsíðu Viðskiptablaðsins, vb.is í dag.

Þar kemur fram að breytingar hafa verið gerðar á rekstri heimilisins og að stór hluti starfsemi Hjálpræðisinhersins flytji yfir í Mjódd.

Á heimasíðu gistiheimilis hersins kemur fram að stúdentar frá öllum heimshornum, sem hingað eru komnir til að stunda nám við Háskóla Íslands, séu velkomnir.

„Þetta er okkar leið til að fá peninga inn," segir Trond Are Schelander, deildarritari Hjálpræðishersins í Reykjavik í viðtali við Viðskiptablaðið. Áður hefur komið fram að Hjálpræðisherinn ákvað að flytja hluta starfsemi sinnar í Mjóddina, þar á meðal nytjaverslun og unglinga- og ráðgjafastarfsemi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×