Enski boltinn

Man. Utd harmar ljóta söngva á Old Trafford

Ferguson er ekki ánægður með söngva helgarinnar.
Ferguson er ekki ánægður með söngva helgarinnar.
Fáeinir stuðningsmenn Man. Utd urðu sér til skammar á leik Man. Utd og Wigan í gær með móðgandi söngvum sem beint var að stuðningsmönnum Liverpool. Söngvar sem tengjast Hillsborough-harmleiknum.

Man. Utd hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem félagið fordæmir þessa framkomu og harmar að atvikið átti sér stað.

Liverpool tekur á móti Man. Utd um næstu helgi og þessi hegðun minnihluta stuðningsmanna Man. Utd á líklega ekki eftir að vekja miklu lukku í Bítlaborginni.

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, hefur áður beint þeim tilmælum til stuðningsmanna Man. Utd að haga sér ekki svona en þau skilaboð hafa ekki náð til einhverra einstaklinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×