Fótbolti

Ísland í efri styrkleikaflokki í umspilinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sara Björk Gunnarsdóttir.
Sara Björk Gunnarsdóttir.
Ísland verður í efri styrkleikaflokki þegar dregið verður í umspil fyrir síðustu sætin í úrslitakeppni EM 2013 í Svíþjóð.

Ísland tapaði fyrir Noregi í kvöld, 2-1, og endaði í öðru sæti síns riðils. Stelpurnar voru búnar að tryggja sér sæti í umspilinu en alls taka sex þjóðir þátt í því.

Þær þjóðir sem keppa í umspilinu eru Austurríki, Rússland, Skotland, Spánn og Úkraína - auk Íslands.

Samkvæmt styrkleikalista UEFA verður Ísland (10. sæti) í efri styrkleikaflokki ásamt Rússlandi (8. sæti) og Spáni (11. sæti). Úkraína (12. sæti), Skotland (13. sæti) og Austurríki (18. sæti) verða í neðri styrkleikaflokki.

Dregið verður í umspilið nú á föstudaginn og umspilsleikirnir fara fram dagana 20.-21. október og 24.-25. október.

Eftirfarandi þjóðir hafa tryggt sér sæti á EM 2013:

Svíþjóð (gestgjafar), Ítalía, Þýskaland, Noregur, Frakkland, Finnland, England, Danmörk og Holland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×