Fótbolti

Hermann tekur við ÍBV

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Hermann Hreiðarsson tekur við þjálfun ÍBV eftir tímabilið en það staðfesti Óskar Örn Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar félagsins, í samtali við Vísi í kvöld.

„Það liggur tveggja ára samningur á borðinu og verður skrifað undir hann um helgina," sagði Óskar við Vísi í kvöld.

„Hann tekur við liðinu eftir tímabilið þar sem hann er enn að klára sín þjálfararéttindi. Við erum ánægðir með þetta úr því sem komið var en þetta hefur allt gerst mjög hratt."

Fyrr í dag var greint frá því að Magnús Gylfason væri hættur með ÍBV en Óskar vildi ekki tjá sig nánar um það. „Við Magnús ákváðum að tjá okkur ekki um þetta mál í fjölmiðlum og stend ég við það."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×