Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fram - Fylkir 4-0 Stefán Árni Pálsson á Laugardalsvelli skrifar 3. september 2012 15:11 Framarar unnu frábæran sigur á Fylki, 4-0, á Laugardalsvellinum í Pepsi-deild karla í kvöld. Heimamenn settu þrjú mörk í síðari hálfleiknum og keyrðu gjörsamlega yfir Fylkismenn. Ásgeir Börkur Ásgeirsson, leikmaður Fylkis, fékk beint rautt spjald í upphafi síðari hálfleiks og allt fór á versta veg eftir það. Leikurinn hófst heldur rólega og liðin voru lengi í gang en virkuðu samt sem áður nokkuð spræk. Framarar voru ívið sterkari til að byrja með og beitti öflugum skyndisóknum í sínum aðgerðum. Kristinn Ingi Halldórsson, leikmaður Fram, komst reglulega í fín færi en skotin frá leikmanninum voru ekki nægilega markviss og því fór boltinn ekki í netið. Það hlaut samt sem áður að koma að því að ísinn brotnaði og komust Framarar yfir þegar komið var framyfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleiknum. Þá var það framherjinn Kristinn Ingi Halldórsson sem fékk frábæra fyrirgjöf frá SamTillen og stýrði boltanum laglega í netið. Staðan var því 1-0 fyrir Safamýrapilta í hálfleik. Það voru aðeins liðnar fimm mínútur af síðari hálfleiknum þegar Fylkismenn misstu mann af velli með rautt spjald. Ásgeir Börkur Ásgeirsson fékk beint rautt spjald fyrir að slá Almarr Ormarsson í andlitið, líklega réttur dómur. Eftir spjaldið var aðeins eitt lið inná vellinum og heimamenn gjörsamlega fóru á kostum. Kristinn Ingi Halldórsson kom Fram í 2-0 nokkrum mínútum eftir að Ásgeir Börkur fékk rauða spjaldið. Það var síðan Sam Tillen sem skoraði þriðja mark Fram nokkrum mínútum síðar og leikurinn í raun búinn. Almarr Ormarsson kom Safamýrapiltum í 4-0 tuttugu mínútum fyrir leikslok. Framarar sýndu á köflum sinn besta leik í sumar og áttu sigurinn svo sannarlega skilið. Framarar eru því komnir úr fallsæti með 20 stig, þremur stigum á eftir Fylki sem er í 9. sæti. Þorvaldur Örlygsson: Loksins féllu hlutirnir með okkur„Ég er gríðarlega ánægður með spilamennsku liðsins í kvöld," sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, eftir sigurinn í kvöld. „Þetta er þriðji leikurinn í röð sem við náum að halda góðu tempói og leikur okkar hefur verið stígvaxandi að undanförnu". „Hlutirnir voru að detta með okkur í kvöld og það gerist ekki á hverjum degi. Það er frábært að ná inn svona mörgum mörkum og á sama tíma að halda markinu hreinu". „Það skiptir öllu máli að skora mörk í fótbolta en það er ekki alltaf nóg að spila vel alltaf eins og við höfum svo oft fengið að finna fyrir. Þetta er hvergi nærri komið hjá okkur, við þurfum bara að halda áfram okkar striki og ná í eins mörg stig og við getum." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Ásmundur Arnarsson: Þetta var hörmuleg frammistaða„Ég er miður mín eftir þennan leik og með það hvernig mínir menn léku í kvöld," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis, eftir leikinn í kvöld. „Við vorum virkilega slakir í kvöld og áttum ekkert skilið út úr þessum leik. Liðið var á eftir Fram í öllum aðgerðum og frammistaða okkar í kvöld var hrein hörmung". „Það átti ekkert að koma okkur á óvart að Framarar kæmu grimmir til leiks í kvöld en þeir hafa bætt leik sinn gríðarlega að undanförnu". „Það vantaði alla grimmd í mitt lið í kvöld og við leyfðum þeim að spila sinn leik alveg frá fyrstu mínútu. Núna verðum við að skoða okkar mál og það blasir bara við okkur hörð botnbarátta."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Ásmund með því að ýta hér. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Sjá meira
Framarar unnu frábæran sigur á Fylki, 4-0, á Laugardalsvellinum í Pepsi-deild karla í kvöld. Heimamenn settu þrjú mörk í síðari hálfleiknum og keyrðu gjörsamlega yfir Fylkismenn. Ásgeir Börkur Ásgeirsson, leikmaður Fylkis, fékk beint rautt spjald í upphafi síðari hálfleiks og allt fór á versta veg eftir það. Leikurinn hófst heldur rólega og liðin voru lengi í gang en virkuðu samt sem áður nokkuð spræk. Framarar voru ívið sterkari til að byrja með og beitti öflugum skyndisóknum í sínum aðgerðum. Kristinn Ingi Halldórsson, leikmaður Fram, komst reglulega í fín færi en skotin frá leikmanninum voru ekki nægilega markviss og því fór boltinn ekki í netið. Það hlaut samt sem áður að koma að því að ísinn brotnaði og komust Framarar yfir þegar komið var framyfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleiknum. Þá var það framherjinn Kristinn Ingi Halldórsson sem fékk frábæra fyrirgjöf frá SamTillen og stýrði boltanum laglega í netið. Staðan var því 1-0 fyrir Safamýrapilta í hálfleik. Það voru aðeins liðnar fimm mínútur af síðari hálfleiknum þegar Fylkismenn misstu mann af velli með rautt spjald. Ásgeir Börkur Ásgeirsson fékk beint rautt spjald fyrir að slá Almarr Ormarsson í andlitið, líklega réttur dómur. Eftir spjaldið var aðeins eitt lið inná vellinum og heimamenn gjörsamlega fóru á kostum. Kristinn Ingi Halldórsson kom Fram í 2-0 nokkrum mínútum eftir að Ásgeir Börkur fékk rauða spjaldið. Það var síðan Sam Tillen sem skoraði þriðja mark Fram nokkrum mínútum síðar og leikurinn í raun búinn. Almarr Ormarsson kom Safamýrapiltum í 4-0 tuttugu mínútum fyrir leikslok. Framarar sýndu á köflum sinn besta leik í sumar og áttu sigurinn svo sannarlega skilið. Framarar eru því komnir úr fallsæti með 20 stig, þremur stigum á eftir Fylki sem er í 9. sæti. Þorvaldur Örlygsson: Loksins féllu hlutirnir með okkur„Ég er gríðarlega ánægður með spilamennsku liðsins í kvöld," sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, eftir sigurinn í kvöld. „Þetta er þriðji leikurinn í röð sem við náum að halda góðu tempói og leikur okkar hefur verið stígvaxandi að undanförnu". „Hlutirnir voru að detta með okkur í kvöld og það gerist ekki á hverjum degi. Það er frábært að ná inn svona mörgum mörkum og á sama tíma að halda markinu hreinu". „Það skiptir öllu máli að skora mörk í fótbolta en það er ekki alltaf nóg að spila vel alltaf eins og við höfum svo oft fengið að finna fyrir. Þetta er hvergi nærri komið hjá okkur, við þurfum bara að halda áfram okkar striki og ná í eins mörg stig og við getum." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Ásmundur Arnarsson: Þetta var hörmuleg frammistaða„Ég er miður mín eftir þennan leik og með það hvernig mínir menn léku í kvöld," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis, eftir leikinn í kvöld. „Við vorum virkilega slakir í kvöld og áttum ekkert skilið út úr þessum leik. Liðið var á eftir Fram í öllum aðgerðum og frammistaða okkar í kvöld var hrein hörmung". „Það átti ekkert að koma okkur á óvart að Framarar kæmu grimmir til leiks í kvöld en þeir hafa bætt leik sinn gríðarlega að undanförnu". „Það vantaði alla grimmd í mitt lið í kvöld og við leyfðum þeim að spila sinn leik alveg frá fyrstu mínútu. Núna verðum við að skoða okkar mál og það blasir bara við okkur hörð botnbarátta."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Ásmund með því að ýta hér.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Sjá meira