Enski boltinn

Pardew í tveggja leikja bann

Alan Pardew, stjóri Newcastle, var í dag dæmdur í tveggja leikja bann. Bannið fær hann fyrir að ýta við aðstoðardómara.

Atvikið átti sér stað í leik Newcastle og Tottenham í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Pardew sættir sig við dóminn, ætlar ekki að áfrýja og hefur beðist afsökunar á hegðun sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×