Lífið

Galdurinn á bak við fallega húð Kirsten Dunst

Kirsten Dunst segir það einfalda mannasiði að hafa sig til.
Kirsten Dunst segir það einfalda mannasiði að hafa sig til.
Kirsten Dunst er ein þeirra sem virðist alltaf vera með gullfallega og vel hirta húð. En það er einmitt tilfellið. Hún segir galdurinn liggja í því að þvo húðina vel kvölds og morgna.

Á kvöldin notar hún svo nærandi krem fyrir svefninn.

Þegar kemur að því að farða sig segist leikkonan heldur aðhyllast náttúrulegt útlit og því leggja mikið upp úr því að vera með snyrtilegar augabrúnir og lítið máluð augnhár.

Í snyrtitöskunni hefur hún alltaf maskara, smá lit í kinnarnar, bleikan varalit og hreinsiklúta til að nota dags daglega.

Leikkonan viðurkennir ekki að hún sé mikið fyrir að punta sig en segir það einfalda mannasiði að vera vel til hafður.

Á meðfylgjandi mynd má sjá leikkonuna glæsilegu á rauða dreglinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.