Íslenski boltinn

Tveir nýliðar í landsliðinu | Margrét Lára ekki með

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Anton
Sigurður Ragnar Eyjólfsson valdi tvo nýliða í íslenska landsliðið sem mætir Norður-Írlandi og Noregi í undankeppni EM 2013 á næstu dögum.

Katrín Jónsdóttir, landsliðsfyrirliði, er á sínum stað í hópnum en hún á að baki 118 landsleiki fyrir Íslands hönd. Þær Katrín Ásbjörnsdóttir, Þór og Guðmunda Brynja Óladóttir, Selfossi, eru þær einu í hópnum sem ekki eiga landsleik að baki.

Margrét Lára Viðarsdóttir er ekki í leikmannahópnum en hún gekk nýverið til liðs við Kristianstad í Svíþjóð. Hún hefur átt við meiðsli að stríða síðustu mánuðina. Annar sóknarmaður, Kristín Ýr Bjarnadóttir, er ekki með í hópnum.

Katrín Jónsdóttir, fyrirliði liðsins, er valinn í hópinn þrátt fyrir að hún sé ekki enn farinn að spila með Djurgården eftir að hún tognaði aftan í læri 4. júlí síðastliðinn. Katrín er byrjuð að æfa á fullu og vonir standa til að hún geti spilað þessa leiki.

Rakel Hönnudóttir fékk heilahristing í leik á móti KR á dögunum og missti því af leik Blika í gær. Hún er enn tæp fyrir leikina en staðan á henni verður könnuð betur þegar nær dregur.

Ef Ísland vinnur Norður-Írland á Laugardalsvelli þann 15. september næstkomandi tryggir liðið sér sæti umspili og um leið verður leikurinn gegn Noregi ytra miðvikudaginn 19. september hreinn úrslitaleikur um sæti á EM í Svíþjóð.

Landsliðshópurinn:

Markverðir:

Þóra Björg Helgadóttir, Ldb Malmö

Guðbjörg Gunnarsdóttir, Djurgården

Varnarmenn:

Katrín Jónsdóttir, Djurgården

Rakel Hönnudóttir, Breiðablik

Sif Atladóttir, Kristianstads DFF

Hallbera Guðný Gísladóttir, Pitea

Elísa Viðarsdóttir, ÍBV

Anna María Baldursdóttir, Stjarnan

Glódís Perla Viggósdóttir, Stjarnan

Miðjumenn:

Edda Garðarsdóttir, KIF Örebro

Dóra María Lárusdóttir, Valur

Sara Björk Gunnarsdóttir, Ldb Malmö

Katrín Ómarsdóttir, Kristianstads DFF

Dagný Brynjarsdóttir, Valur

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Stjarnan

Katrín Ásbjörnsdóttir, Þór/KA

Sóknarmenn:

Hólmfríður Magnúsdóttir, Avaldsnes

Fanndís Friðriksdóttir, Breiðablik

Harpa Þorsteinsdóttir, Stjarnan

Sandra María Jessen, Þór

Elín Metta Jensen, Valur

Guðmunda Brynja Óladóttir, Selfoss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×