Lyf ekki alltaf besti kostur gegn of háum blóðþrýstingi 20. ágúst 2012 07:38 Lyfjameðferð gegn mildum háþrýstingi hefur takmarkaðan árangur í för með sér og bættir lifnaðarhættir eru vænlegri til árangurs. Þetta kemur fram í nýrri grein í British Medical Journal. Prófessor í læknisfræði við Háskóla Íslands (HÍ) segir að ef farið verði eftir tilmælum sem sett eru fram í greininni gæti það haft áhrif á meðferð tugþúsunda Íslendinga og skilað sparnaði í heilbrigðiskerfinu. Mildur háþrýstingur er þegar efri mörk blóðþrýstings eru frá 140 til 159 og/eða neðri mörk frá 90 til 99. Greinin fjallar um samantekt Cochrane-stofnunarinnar á fjórum rannsóknum sem taka til tæplega 9.000 einstaklinga frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Ástralíu, með mildan háþrýsting án hjarta- og æðasjúkdóma. Rannsóknin leiðir í ljós að lyfjameðferð hjá þessum hópi hefur ekki í för með sér lægri heildardánartíðni, lægri dánartíðni af völdum hjarta- og æðasjúkdóma eða heilablóðfalla. Lyfjagjöf geti hins vegar haft í för með sér aukaverkanir sem vegi upp á móti þeim árangri sem gæti náðst. Er vonast til þess að niðurstaðan verði til þess að læknar breyti meðhöndlun þeirra sem eru með mildan háþrýsting og frekar verði mælt með betra mataræði og meiri hreyfingu en lyfjum. Jóhann Ágúst Sigurðsson, prófessor við læknadeild HÍ, segir óhætt að áætla að tugir þúsunda Íslendinga séu í þessum hópi. Niðurstöðurnar sýni að hægt sé að bæta meðferð sjúklinga og spara í heilbrigðiskerfinu með því að draga úr lyfjagjöf og fækka blóðrannsóknum og læknisheimsóknum. „Þessi rannsókn segir okkur að við skilgreinum of marga einstaklinga sem sjúklinga að óþörfu. Við þurfum að skera úr um hvort hægt sé að draga úr kostnaði, annaðhvort með því að draga úr lyfjanotkun, eða jafnvel hætta henni alfarið í sumum tilfellum." Jóhann segir að þó ekki sé nauðsynlegt að taka þessar niðurstöður of bókstaflega, þar sem rannsóknin hefur takmarkaða eftirfylgni, sé hins vegar mjög mikilvægt að þær fari í umræðu hér á landi. - þj Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Lyfjameðferð gegn mildum háþrýstingi hefur takmarkaðan árangur í för með sér og bættir lifnaðarhættir eru vænlegri til árangurs. Þetta kemur fram í nýrri grein í British Medical Journal. Prófessor í læknisfræði við Háskóla Íslands (HÍ) segir að ef farið verði eftir tilmælum sem sett eru fram í greininni gæti það haft áhrif á meðferð tugþúsunda Íslendinga og skilað sparnaði í heilbrigðiskerfinu. Mildur háþrýstingur er þegar efri mörk blóðþrýstings eru frá 140 til 159 og/eða neðri mörk frá 90 til 99. Greinin fjallar um samantekt Cochrane-stofnunarinnar á fjórum rannsóknum sem taka til tæplega 9.000 einstaklinga frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Ástralíu, með mildan háþrýsting án hjarta- og æðasjúkdóma. Rannsóknin leiðir í ljós að lyfjameðferð hjá þessum hópi hefur ekki í för með sér lægri heildardánartíðni, lægri dánartíðni af völdum hjarta- og æðasjúkdóma eða heilablóðfalla. Lyfjagjöf geti hins vegar haft í för með sér aukaverkanir sem vegi upp á móti þeim árangri sem gæti náðst. Er vonast til þess að niðurstaðan verði til þess að læknar breyti meðhöndlun þeirra sem eru með mildan háþrýsting og frekar verði mælt með betra mataræði og meiri hreyfingu en lyfjum. Jóhann Ágúst Sigurðsson, prófessor við læknadeild HÍ, segir óhætt að áætla að tugir þúsunda Íslendinga séu í þessum hópi. Niðurstöðurnar sýni að hægt sé að bæta meðferð sjúklinga og spara í heilbrigðiskerfinu með því að draga úr lyfjagjöf og fækka blóðrannsóknum og læknisheimsóknum. „Þessi rannsókn segir okkur að við skilgreinum of marga einstaklinga sem sjúklinga að óþörfu. Við þurfum að skera úr um hvort hægt sé að draga úr kostnaði, annaðhvort með því að draga úr lyfjanotkun, eða jafnvel hætta henni alfarið í sumum tilfellum." Jóhann segir að þó ekki sé nauðsynlegt að taka þessar niðurstöður of bókstaflega, þar sem rannsóknin hefur takmarkaða eftirfylgni, sé hins vegar mjög mikilvægt að þær fari í umræðu hér á landi. - þj
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira