Íslenski boltinn

Rauða Ljónið var upphaflega kallað rauði tuddinn

Bjarni Felixson, fyrrum leikmaður KR og íslenska landsliðsins í fótbolta,

á ótrúlega bikarsögu að baki sem leikmaður KR. Bjarni, sem er einn

þekktasti íþróttafréttamaður Íslands, ræddi við Hjört Hjartarson í aðdraganda

bikarúrslitaleiks KR og Stjörnunnar.

Í viðtalinu kemur m.a. fram sagan á bak við gælunafnið "Rauða Ljónið", sem fylgt hefur Bjarna í gegnum ferilinn.

"Ég held að þetta hafi byrjað þannig að ég var með eldrautt hár í yngri flokkum KR. Ég þótti nú frekar harður í horn í taka, þó ég væri nú

bakvörður. Ég fékk oft að heyra það að ég væri tuddi, rauði tuddinn. Ég held að þetta hafi verið vörn hjá félögum mínum liðinu að breyta þessu. Þetta væri kallað einelti í dag, ég var aldrei var við það. Félagar mínir breyttu þessu með því að kalla mig "Rauða Ljónið", segir Bjarni m.a. í viðtalinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×