Íslenski boltinn

Kristján sleit krossband í gær

Kristján er hér borinn af velli í gær.
Kristján er hér borinn af velli í gær.
Kristján Valdimarsson, fyrirliði Fylkis, er með slitið fremra krossband og spilar því ekki fleiri leiki á þessari leiktíð.

Þetta staðfesti Kristján í viðtali við Hjört Hjartarson í Boltanum á X-inu nú í morgun.

Varnarmaðurinn sterki meiddist þegar hann snéri upp á hnéð í leiknum gegn Val í gær. Eins og áhorfendur Pepsi-markanna sáu var Kristján sárþjáður.

Hann verður frá í sex til átta mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×