Innlent

Ísland orðið dýr og síðri kostur fyrir marga

Breki Logason skrifar
Sævar Skaptason, framkvæmdarstjóri ferðaþjónustu bænda
Sævar Skaptason, framkvæmdarstjóri ferðaþjónustu bænda
„Ætla stjórnvöld að fara að slátra mjólkurkúnni loksins þegar hún er farin að virka," segir Sævar Skaptason, framkvæmdarstjóri ferðaþjónustu bænda um fyrirhugaða virðisaukaskattshækkun.

Hann segir að ekki líði sá dagur að erlendir aðilar hafi samband og spyrja hvað verður. Í raun sé allt stopp þar sem ekki sé hægt að gera samninga fram í tímann. Óvissunni verði að eyða sem allra fyrst.

Fyrirhugaðar hækkanir hafa mikið verið í umræðunni upp á síðkastið en fjármálaráðherra hefur talað um rúmlega átján prósenta hækkun á gistingu í nýju fjárlagafrumvarpi.

Sævar segir að undanfarið hafi verið lögð mikil vinna í að auka ferðamannastrauminn utan háannatíma og fækkun þeirra muni fyrst og fremst koma niður á jaðarsvæðum sem eru fyri utan svokallaðra heitra ferðamannastaða hér á landi.

Aukningin hefur verið að koma þeim svæðum sem eru utan hringvegarins til góða og því séu ferðaþjónustubændur uggandi yfir áformunum.

„Stóra málið í þessu er að það er algjör óvissa núna. Það veit enginn hvað verður. Allar þessar ferðaskrifstofur og heildsalar eru stopp eins og er. Það getur enginn hafið sölu með þessa óvissu í loftinu - verður hækkun eða ekki? Við erum að farin að fá alvarlegar athugasemdir frá þessum aðilum. Þegar skatturinn kemur og þá er Ísland orðið dýr og síðri kostur fyrir marga," segir Sævar og bætir við að ætli menn að hækka virðisaukaskattinn sé algjör skilyrði að sú hækkun taki ekki gildi fyrr en haustið 2013

„Það er búið að selja og gera bindandi samninga. Stoppið er að birtast þessa dagana. Nú er erlendi markaðurinn farinn að heyra af þessu. Það líður ekki sá dagur sem það er hringt og spurt hvað verður."

Því sé mikilvægt að svör fáist sem allra fyrst því ljóst sé að eftirspurnin muni minnka á jaðarsvæðunum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.