Íslenski boltinn

Stjörnustúlkur á leið til Rússlands

Íslandsmeistarar Stjörnunnar drógust gegn rússneska liðinu Zorky Krasnogorsk í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en dregið var nú í hádeginu.

Fyrri leikur liðanna á Íslandi fer fram 26. eða 27. september og seinni leikurinn ytra viku síðar.

Takist Stjörnunni að komast áfram mun liðið mæta annað hvort Lyon frá Frakklandi eða PK-35 Vantaa frá Finnlandi.

Þetta rússneska lið var stofnað árið 2006 og lék í fyrsta skipti í efstu deild síðasta vetur. Þá lenti liðið i öðru sæti deildarinnar og varð einnig í öðru sæti í bikarkeppninni.

Íslendingaliðið Malmö mætir MTK Hungaria í 32-liða úrslitunum og síðan Birmingham eða Verona ef liðið fer áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×