Forráðamenn QPR eru ekkert allt of sáttir við markvörðinn Paddy Kenny sem sendi gróf sms á eiganda félagsins í, að því er virðist, ölæði um síðustu helgi. Skilaboðin voru send aðfararnótt sunnudags.
Kenny var seldur frá QPR til Leeds í sumar og tók því ekkert allt of vel að vera seldur. Arftaki hans hjá QPR, Rob Green, fékk á sig slysalegt mark um síðustu helgi og reyndar fimm mörk í heildina.
Svo gróf voru skilaboðin að QPR hefur kvartað til Leeds vegna málsins. Stjóri Leeds, Neil Warnock, segir að það verði tekið á málinu innan félagsins. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig.
Kenny sendi bæði eigandi QPR, Tony Fernandes, og Mike Rigg tæknistjóra þessi grófu sms.

