Veigar Páll reynir að fá sig lausan frá Vålerenga Hjörtur Júlíus Hjartarson skrifar 10. ágúst 2012 14:15 Knattspyrnumaðurinn Veigar Páll Gunnarsson hefur átt erfitt uppdráttar undanfarið hjá liði sínu Vålerenga og er nú svo komið að hann vinnur að því hörðum höndum að komast frá félaginu. Veigar vonast til að finna sér lið á einu af Norðurlöndunum áður en félagsskiptaglugganum verður lokað þann 31. ágúst. Þetta kom fram í útvarpsþættinum Boltanum á X-inu í morgun þar sem Veigar var í viðtali. "Ég er að vinna í því þessa dagana að finna mér annað lið. Það gæti eitthvað gerst í þeim málum á næstu dögum. Ég veit ekki hvort ég verð lánaður eða seldur, það verður bara að koma í ljós. En ég og umboðsmaður minn vonumst til að finna einhverja lausn áður en glugginn lokast í enda mánaðarins," sagði Veigar Páll. Veigar segist vera í toppformi og standa sig yfirleitt vel á æfingum með félaginu. Engu að síður eru tækifærin með liðinu af skornum skammti. "Ég hef svosem ekki sest niður með þjálfaranum og rætt þessi mál. En ég skynja það og veit að honum líkar eiginlega bara ekkert við mig sem leikmann. Því eru aðrir leikmenn sem hann telur henta betur liðinu að spila en ekki ég. Það er því í raun engin ástæða fyrir mig að fá einhverjar frekari útskýringar frá honum." Veigar Páll hefur ekki verið valinn í íslenska landsliðið síðan þáverandi þjálfari liðsins, Ólafur Jóhannesson, rak hann úr hópnum vegna agabrots fyrir leik Íslands gegn Kýpur í september í fyrra. Hann telur afar litlar líkur á að hann leiki aftur með íslenska landsliðinu. "Ég held að landsliðið sé alveg búið fyrir mig. Það er í raun svo fjarstætt akkúrat núna að ég spái ekki einu sinni í því. En eins og ég hef alltaf sagt þá er það mikill heiður að fá að spila fyrir þjóð sína og ég mun áfram gefa kost á mér", sagði Veigar Páll sem á að baki 34 landsleiki og sex mörk. Veigar, sem er 32 ára, vonast til að vinna fyrir sér sem atvinnumaður í að minnsta kosti eitt ár í viðbót en koma svo heim til Íslands eftir það. Og þá kemur bara eitt lið til greina. "Þegar ég kem heim fer ég 100 prósent í Stjörnuna. Þetta er auðvitað móðurklúbburinn - maður er alltaf Stjörnumaður," sagði Veigar Páll að lokum. Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Fleiri fréttir Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Sjá meira
Knattspyrnumaðurinn Veigar Páll Gunnarsson hefur átt erfitt uppdráttar undanfarið hjá liði sínu Vålerenga og er nú svo komið að hann vinnur að því hörðum höndum að komast frá félaginu. Veigar vonast til að finna sér lið á einu af Norðurlöndunum áður en félagsskiptaglugganum verður lokað þann 31. ágúst. Þetta kom fram í útvarpsþættinum Boltanum á X-inu í morgun þar sem Veigar var í viðtali. "Ég er að vinna í því þessa dagana að finna mér annað lið. Það gæti eitthvað gerst í þeim málum á næstu dögum. Ég veit ekki hvort ég verð lánaður eða seldur, það verður bara að koma í ljós. En ég og umboðsmaður minn vonumst til að finna einhverja lausn áður en glugginn lokast í enda mánaðarins," sagði Veigar Páll. Veigar segist vera í toppformi og standa sig yfirleitt vel á æfingum með félaginu. Engu að síður eru tækifærin með liðinu af skornum skammti. "Ég hef svosem ekki sest niður með þjálfaranum og rætt þessi mál. En ég skynja það og veit að honum líkar eiginlega bara ekkert við mig sem leikmann. Því eru aðrir leikmenn sem hann telur henta betur liðinu að spila en ekki ég. Það er því í raun engin ástæða fyrir mig að fá einhverjar frekari útskýringar frá honum." Veigar Páll hefur ekki verið valinn í íslenska landsliðið síðan þáverandi þjálfari liðsins, Ólafur Jóhannesson, rak hann úr hópnum vegna agabrots fyrir leik Íslands gegn Kýpur í september í fyrra. Hann telur afar litlar líkur á að hann leiki aftur með íslenska landsliðinu. "Ég held að landsliðið sé alveg búið fyrir mig. Það er í raun svo fjarstætt akkúrat núna að ég spái ekki einu sinni í því. En eins og ég hef alltaf sagt þá er það mikill heiður að fá að spila fyrir þjóð sína og ég mun áfram gefa kost á mér", sagði Veigar Páll sem á að baki 34 landsleiki og sex mörk. Veigar, sem er 32 ára, vonast til að vinna fyrir sér sem atvinnumaður í að minnsta kosti eitt ár í viðbót en koma svo heim til Íslands eftir það. Og þá kemur bara eitt lið til greina. "Þegar ég kem heim fer ég 100 prósent í Stjörnuna. Þetta er auðvitað móðurklúbburinn - maður er alltaf Stjörnumaður," sagði Veigar Páll að lokum.
Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Fleiri fréttir Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Sjá meira