Sport

Missy Franklin ætlar að velja námið frekar en peningana

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Missy Franklin.
Missy Franklin. Mynd/AFP
Missy Franklin er 17 ára gömul og nýbúin að finna fjögur Ólympíugull á sínum fyrstu leikum í London. Hún er enn í menntaskóla og stendur til boða að velja atvinnumennskuna yfir háskólanám. Franklin segir ákvörðunina vera mjög erfiða en það lítur út fyrir að hún ætli að velja námið yfir peningana.

Missy Franklin vann 100 og 200 metra baksund á ÓL í London auk þess að hjálpa bandarísku sveitinni að vinna 4 x 200 metra boðsund og 4 x 100 metra fjórsund. Hún vann einnig brons í 4 x100 boðsundi með félögum sínum í bandarísku sveitinni.

„Ég held ég verði ánægðust ef ég fer í háskóla," sagði Missy Franklin en viðurkennir að hún eigi eftir að fara betur yfir möguleika sína með fjölskyldu sinni.

Ef að Missy Franklin gerist atvinnumaður þá á hún möguleika að fá háar upphæðir í gegnum stóra auglýsingasamninga en það myndi jafnframt koma í veg fyrir að hún gæti keppt í bandaríska háskólasundinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×