Innlent

Skólavörðustígur verður göngugata lengur

BBI skrifar
Mynd/Valgarður
Skólavörðustígur frá Bergstaðastræti niður að Laugavegi verður göngugata viku lengur en upphaflega stóð til, eða til mánudagsins 27. ágúst. Ástæðan er mikil ánægja rekstraraðila við Skólavörðustíg með fyrirkomulagið, segir tilkynningu frá Reykjavíkurborg.Til stóð að þeir kaflar Skólavörðustígs og Laugavegs sem hafa verið sumargötur yrðu opnaðir aftur fyrir bílum eftir Menningarnótt, mánudaginn 20. ágúst. Rekstraraðilar hafa hins vegar farið fram á að gatan verði lokuð fyrir bílum lengur. Borgaryfirvöld hafa orðið við þeirri beiðni.

Tengd skjölAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.