Íslenski boltinn

Lennon: Fram er brandari

Lennon er ekki sáttur. Á myndinni fyrir neðan má sjá færsluna sem hann setti á Twitter.
Lennon er ekki sáttur. Á myndinni fyrir neðan má sjá færsluna sem hann setti á Twitter.
Framherjinn Steven Lennon hjá Fram er allt annað en sáttur við félag sitt og sendir því tóninn á Twitter-síðu sinni í dag.

Lennon er staddur í Bretlandi en hann er fótbrotinn og spilar ekki meira í sumar.

"Fram er brandari. Þeir vilja ekki borga beint flug fyrir mig til Íslands þar sem ég þarf að fara í meðferð," segir Lennon í Twitter-færslu sinni.

Hann er afar ósáttur við að fá ekki beint flug en Fram lætur hann fljúga frá Glasgow til London og þaðan til Íslands þar sem það er ódýrara. Lennon finnst það mjög óþægilegt þar sem hann er á hækjum.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Lennon er ósáttur við stjórnarmenn Fram en hann vildi ganga í raðir KR fyrr í sumar en fékk það ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×