Innlent

Forsetahjónanna beðið

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lúðrasveitin lék lög fyrir viðstadda.
Lúðrasveitin lék lög fyrir viðstadda. mynd/ vilhelm.
Nú er allt orðið klappað og klárt fyrir embættistöku Ólafs Ragnars Grímssonar sem fram fer í þinghúsinu í dag. Forsetinn mætir klukkan tuttugu mínútur yfir þrjú með Dorrit Moussaieff, eiginkonu sinni. Um hálffjögur verður gengið til guðþjónustu í Dómkirkjunni og um fjögur hefst athöfnin sjálf í þinghúsinu. Lúðrasveit Reykjavíkur hefur leikið lög frá því klukkan þrjú. Þetta er í fimmta sinn sem forsetinn er settur í embætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×